„Eins og flestir vita hafa Píratar notið vax­andi fylgis í skoð­ana­könn­unum und­an­farna mán­uði. Sumir vilja afgreiða það sem bólu, en aðrir eygja í þeim von um að þær kerf­is­breyt­ingar sem þeir boða geti komið okkur úr þeim póli­tíska rembihnút sem lamar íslenska sam­fé­lags­þró­un. Kerf­is­breyt­ingar sem leggi sam­fé­lag­inu til tæki og tól til að taka á og skera úr stórum málum sem hafa þvælst fyrir okkur allt of lengi. En með þessu fylgi kemur líka áskorun um ábyrga stefnu í mik­il­vægum málum sem varða land og þjóð. Nýverið tókum við skref í átt til að axla þá ábyrgð með stefnu í einum mik­il­væg­asta mál­flokki lands­ins, sjáv­ar­út­vegs­mál­um.“

Píratar á sjó – Kjarninn 10. ágúst 2015

„Það er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, yfir latte-bolla á kaffihúsi í 101 Reykjavík, að sjálfsagt sé að taka tafarlaust allan kvóta og bjóða hann upp. Þessi útgerðarmafía eigi ekkert annað skilið, hún hafi beitt ofurhagnaði sínum, sem hún fær í gegnum nánast ókeypis aðgang að auðlindinni, til að kaupa sér fjölmiðla og pólitíska fulltrúa sem hafa viðhaldið forréttindastöðu sinni.“

Af kvóta og kaffihúsaspeki – Kvennablaðið 12. aprí 2016