Ég hef unnið í áratug í fullorðinsfræðslu við að kenna útlendingum íslensku og hef kynnst fjölda fólks af fjölbreyttu þjóðerni, kynþætti og trúarbrögðum. Nær undantekningalaust er þetta fólk sem ég tel auðga og bæta íslenskt samfélagið. Í hjarta mínu trúi ég ekki á landamæri og tel það mikið óréttlæti að við Íslendingar getum ferðast nánast hvert sem við viljum á meðan stór hluti jarðarbúa lifir við verulegar takmarkanir á ferðafrelsi sínu. Fyrir því eru auðvitað margar og flóknar ástæður, sú helsta auðvitað misskipting gæða í heiminum, sem er hvati þess að fólk vill flýja fátækt og örbirgð. En auk þess valda langvarandi stríð miklum fólksflutningum sem setja sitt mark á okkar heimshluta í dag. Sem lítil þjóð er Ísland auðvitað vanmegnugt til þess að hafa mikil áhrif, en sem ein ríkasta þjóð í heimi, ber okkur skylda til að leggja okkar að mörkum, a.m.k. hlutfallslega á við þjóðir sem við viljum bera okkur saman við.

Í gegnum félögin Vinir Indlands og Vinir Kenía, og eftir ferðir mínir til þeirra landa, hef ég skýra sýn á kosti og galla hefðbundins hjálparstarfs og þróunarsamvinnu.