„Píratar hafa samþykkt að setja fram sem meginkröfu, fái þeir til þess umboð, að samþykkt verði ný stjórnarskrá, byggð á þeim drögum sem þjóðin kaus um 2012, ásamt því að kosið verði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB. Meginþunginn á bak við kröfuna um nýja stjórnarskrá er krafan um aukið lýðræði og að tryggja yfirráð almennings yfir auðlindum landsins, en auk þess hafa atburðir liðinna vikna leitt í ljós ágalla í skilgreiningum núverandi stjórnarskrár á hlutverki forseta og tilhögun forsetakosninga. Þar hefði ný stjórnarskrá stjórnarskrárnefndar sett mun skýrari línur.“

Píratar og pólitísk orðræða – Kvennablaðið 10. maí, 2016

„Það er kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn sem hafa menntun eins og stjórnmálafræði eða lögfræði hafi tilhneigingu til að reyna að komast áfram með því að horfa eingöngu í baksýnisspegilinn, stjórnmálafræðingar horfa á form og hugmyndir horfinnar aldar og lögfræðingar leita að fordæmum. Vandinn er bara sá að þetta þjóðfélag, þessi heimur sem við í dag búum í, er heimur ólíkur nokkrum öðrum sem hefur verið til. Og hann kallar á nýja orðræðu.“

Ný orðræða –  Fréttablaðið, 28. júní, 2004 – leiðaraopna