Nýverið sam­þykktu Píratar nokkrar til­lögur í kosn­inga­kerfi sínu sem hafa vakið nokkra athygli og snúa að auk­inni tekju­öflun rík­is­sjóðs. Auð­vitað gripu and­stæð­ingar og öfund­ar­menn það á lofti og fóru að óskap­ast yfir þess­ari vinstri­villu Pírata – nú sýndu þeir sitt rétta eðli, eins og hver annar vinstri flokkur sem vill auka skatt­heimtu og þenja út rík­is­bákn­ið. Litli bróðir Stak­steina Mogg­ans, Týr Við­skipta­blaðs­ins sló upp fyr­ir­sögn: „Barna­skapur Pírata“ og ásakar Pírata fyrir að boða harða vinstri stefnu.

Það skondna við þessa gagn­rýni er að kjarn­inn í þessum til­lögum Pírata felst í að fara að reka ríkið bet­ur, reka það eins og við myndum reka fyr­ir­tæki ef við hefðum hags­muni eig­enda þess, almenn­ings, að leið­ar­ljósi. Stað­reyndin er nefni­lega sú að hægri stjórnir und­an­far­inni ára­tuga hafa í raun verið mjög lélegir stjórn­end­ur, ef við leggjum á þær sömu mæli­kvarða og við leggjum á fyr­ir­tæki í rekstri (að því gefnu að ekki séu ein­hverjar aðrar hvatir eða hags­munir að baki). Mýtan um hæfni hægri manna í rekstri stenst enga skoðun á hinu póli­tíska sviði. Hvaða fyr­ir­æki myndi leyfa millj­örðum renna úr rekstri sínum ára­tugum saman í gegnum þá holu sem kölluð hefur verið þunn fjár­mögnun stór­iðj­unn­ar? Hvaða fyr­ir­tæki myndi afhenda verð­mæti til ákveð­inna aðila fyrir brota­brot af mark­aðsvirði þeirra, eins og gert er við afla­heim­ild­ir? Hvaða fyr­ir­tæki myndi henda tugum millj­arða á ári til að halda gangandi fyr­ir­bæri eins og krón­unni, þegar allar aðrar sam­bæri­legar rekstr­ar­ein­ingar í heim­inum hafa gef­ist upp á að halda úti eigin fljót­andi mynt?

Eina raun­veru­lega skatta­hækk­unin sem í til­lög­unum felst er hækkun á fjár­magnstekju­skatti. Nú hníga ýmis rétt­læt­is­rök að því að skattar af fjár­magnstekjum ættu að vera sömu og af öðrum tekjum fólks. Hin praktísku rök fyrir lægri pró­sentu hafa gjarnan verið þau að hærri skatta­pró­senta leiði til þess að féð leiti ann­að, t.d. í skatta­skjól, fjár­magns­skattur ýti upp vöxtum og leigu­verði, o.s.frv. En það gildir um alla skatta, þeir hafa ýmis nei­kvæð áhrif, of hár tekju­skattur letur til vinnu, of hár virð­is­auka­skattur eykur svarta sölu og starf­semi, o.s.frv. Krafan um jafn­ræði í skatta­kerf­inu vegur þyngra að mínu mati en praktísk rök, auk þess sem þessi stefna vinnur gegn einu mesta böli heims­ins í dag, hinni gíf­ur­legu mis­skipt­ingu sem á m.a. rætur sínar að rekja í lög og leik­reglur sem hafa allt of lengi verið þeim best stæðu í hag.

Ef skoðuð eru lönd sem við berum okkur gjarnan saman við, þá er fjár­magnstekju­skatt­ur­inn í löndum eins og Dan­mörku og í Finn­landi á svip­uðum nótum og Píratar leggja til, eða í kringum 30%. Hins vegar valda frí­tekju­mörk og ýmsar und­an­þágur því að raun­veru­leg inn­heimta er mun lægri en talan gefur til kynna. Í nán­ari útfærslu þyrfti að líta til þess hvort ein­hverjar þær aðstæður sem þar eru kalli á svip­aðar und­an­þágur hér, sem myndi þá leiða til að skatta­hækk­unin skil­aði ekki þeim tekjum sem stefnt var að. Þar fyrir utan skila skatta­hækk­anir sér aldrei í sama hlut­falli og pró­sentan segir til um af ýmsum ástæð­um. Þá þarf auð­vitað að gæta þess í íslensku krónu­um­hverfi að skatt­leggja raun­vexti, en ekki nafn­vexti – verð­bætur eru ekki tekj­ur.

Fyr­ir­sögn Kjarn­ans á dög­unum varð­andi þessi stefnu­mál hljóð­aði á þá leið að Píratar vilji auka tekjur rík­is­sjóðs um 100 millj­arða. Sú fyr­ir­sögn er dálítið vill­andi, þar sem allar for­sendur eru fyrir því að lækka megi skatta á móti. Tekjur rík­is­ins hafa aukast gíf­ur­lega und­an­farin ár, aðal­lega vegna auk­ins fjölda ferða­manna til lands­ins. Þær auknu tekj­ur, auk þeirra sem Píratar vilja sækja, eiga að duga til að gera veru­legt skurk í vel­ferð­ar­málum en jafn­framt á fag­legri rekstur rík­is­ins og rétt­lát­ari skatt­heimta að gera kleift að lækka skatt­byrði almenn­ings.

Þótt enn sem komið er séu Píratar ekki orðnir eitt­hvað fast­mótað fyr­ir­bæri, þá þyk­ist ég skynja á meðal þeirra áhuga á að sinnt sé vel helstu grunn­stoðum sam­fé­lags­ins eins og heil­brigð­is- og mennta­kerfi, auk þess að fram­færsla þeirra verst settu sé tryggð. Um ýmsan annan rekstur rík­is­ins eru mun skipt­ari skoð­anir og hygg ég að þar muni okkur greina á um margt við hefð­bundna vinstri­menn, en það er efni í mun lengri grein.