KJARTAN JÓNSSON, PÍRATI – UM MIG

Ég er fæddur og alinn upp í Hafnarfirði en flutti til Reykjavíkur upp úr tvítugu og hef búið þar síðan. Hef verið alllengi gifur Sólveigu Jónasdóttur, sem starfar sem kynningarfulltrúi SFR. Er faðir fjögurra barna, á aldrinum tíu til þrítugs, auk þess að vera orðinn afi.

Kjartan pírati

-Saga Kjartansdóttir, túlkur og þýðandi, sambýlismaður, Árni Berúlfur Jónsson. Börn: Ellert og Kjartan Loki.
-Óskar Kjartansson, djasstrommari og stundar nám í japönsku.
-Jónas Hákon Kjartansson, er í Hlíðaskóla en stundar líka nám í gítarleik og handbolta hjá Val.
-Inga Sóley Kjartansdóttir, er í Hlíðaskóla og stundar sellónám og listdans á skautum.

Störf
Ég rek tungumálamiðstöðina Múltíkúltí-íslensku, þar sem ég kenni útlendingum íslensku en auk þess höfum við haldið námskeið þar sem fléttað er saman lífleikni, menningarfærni og atvinnuleit fyrir Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg. Áður starfaði ég hjá Alþjóðahúsi við íslenskukennslu. Einnig starfa ég við þýðingar og þýði allt frá kvikmyndum til fagurbókmennta og sumrin 2013 og 2014 var ég á strandveiðum.

Í gegnum tíðina hef ég unnið ótal störf, rekið útflutningsfyrirtæki í fiski og grjóti, ritstýrði Tímaritinu Þroskahjálp, starfaði á Kópavogshæli, svo fátt eitt sé nefnt.

Félagsstörf, innanlands sem utan
Ég hef verið virkur í félagsmálum undanfarna áratugi á fjölbreytilegu sviði sem spannar umhverfis-, innflytjenda- og þróunarmál, auk pólitíkur.

Síðastliðna tæpa tvo áratugi hef ég ásamt fleirum starfrækt félögin Vinir Indlands, Vinir Kenía, Múltikúltí og IHA (International humanist alliance). Markmið félaganna er m.a. að stuðla að samskiptum fólks af ólíkum uppruna, vinna gegn mismunum, fordómum og ofbeldi auk þess að styðja við og aðstoða við myndun tengslaneta og sjálfshjálparhópa. Þá eru félögin einnig með skipulagða fjárhagsstuðning við menntun og uppihald fátækra barna í Kenía, Suður Indlandi og Tansaníu og skipuleggja m.a. sjálfboðaliðaferðir á þessar slóðir.

Þau pólitísku trúnaðarstörf sem ég hef gegnt eru:

-Endurskoðunarnefnd um mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar fyrir Pírata frá 2014-…
-Varamaður í Mannréttindaráði Reykjavíkur fyrir Pírata frá 2014-…
-Varamaður í Fjölmenningarráði Reykjavíkur fyrir Pírata frá 2014-…
-Stjórn Sorpu (1994-1998) fyrir R-listann (Grænt framboð sem bauð fram til borgarstjórnar 1990 átti óformlega aðild að R-listanum).

Menntun:
Ég er með BA í íslensku og MA í Þýðingafræðum, auk þess að hafa lokið 100 einingum í heimspeki.